Það var til þess tekið hvað nemendur voru jákvæðir og vinnusamir á þemadögunum nú á vorönninni. Verkefni þemadaganna snerust um styrkleika og samvinnu. Verkefnin þóttu fjölbreytt, skemmtileg og lærdómsrík. Myndband frá þemadögunum má sjá hér.
Á morgun er sumardagurinn fyrsti og þá er skólafrí. Föstudaginn 26. apríl er skipulagsdagur í Glerárskóla, þá er engin kennsla og frístund er lokuð.