Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Strætóskólinn

Krakkarnir í fimmta bekk brugðu sér af bæ um daginn. Þau tóku sér far með strætisvagninum og ferðalagið var kúrs í “Strætóskólanum”. Nemendurnir skoðuðu leiðartöflu strætó, skipulögðu ferðina fundu út brottfarar- og komutíma og unnu margvísleg verkefni meðan á ferðinni stóð.

Annar hópurinn fór í menningarferð á Amtsbókasafnið, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, hinn hó. Verkefni á borð við þetta eykur færni krakkana á fjölmörgum sviðum, stuðlar að samvinnu og styrkir vinabönd.

Hér má sjá dæmi um það sem krakkarnir tóku saman um þetta verkefni:

  • Við tókum þátt í Strætóskólanum. Okkur finnst það gaman en smá erfitt.
  • Við lærðum heilan helling.
  • Okkur fannst verkefnið ganga vel.
  • Við höldum að við höfum gert allt vel en ekki betur.
  • Hópnum gekk vel að vinna saman.
  • Það var ekki erfitt en það var pínu erfitt að halda hópnum að sínu verkefni en annars var þetta skemmtilegt.
  • Já strætó er góð þjónusta sem hjálpar fólki að rata á staðinn og minnkar mengun og það þarf ekki að borga fyrir strætó.
  • Þegar maður er í strætó þá á maður að fara eftir reglum, sitja í sætunum ef það er laust, hafa fætur á gólfinu og hafa hendur og fætur hjá sér.
  • Þegar gamalt fólk eða einhver með barn eiga erfitt með að standa þá á maður að  leyfa þeim að fá sætið.
  • Þegar þú ert í strætó þá á maður að hafa í  huga að vera kurteis og ekki hafa hátt og leyfa öðrum að sitja með sér ef það er pláss.
  • Við kunnum á strætó en ekki 100%.
  • Það er mikilvægt að taka strætó og taka strætó í staðinn fyrir að fá skutl því að þá minnkum við  koltvíoxíð fyrir jörðina=).