Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Stóra upplestrarkeppnin

Tinna Evudóttir hafnaði í þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í gær Í tuttugasta skipti. Þá lásu til úrslita 14 nemendur úr sjöundu bekkjum grunnskólanna á Akureyri. Með Tinnu í liði Glerárskóla voru Sigurgeir Bjarki Söruson og Bessi Ólafsson.

Svo skemmtilega vildi til að meðal dómara í gær var sá sem bar sigur úr bítum í keppninni fyrir 20 árum, vandræðaskáldið Vilhjálmur Bergmann Bragason.

Fyrstu verlaun í ár hlaut Sólon Sverrisson úr Naustaskóla og Hólmdís Rut Einarsdóttir úr Lundarskóla var í öðu sæti.

Á myndinni má sjá lið Glerárskóla, Sigurgeir Bjarki er lengst til vinstri, Tinna er í miðjunni og Bessi Ólafsson lengst til hægri.