Í morgun, mánudag, voru úrslit Stóru upplestrarkeppninnar haldin í matsal skólans. Þar lásu 10 nemendur í 7. bekk sögubrot og ljóð og eftir erfitt val dómnefndar voru þrír fulltrúar Glerárskóla valdir til að fara í loka keppnina. Þau eru Emma Ósk Baldursdóttir, Elín Dögg Birnisdóttir og Fannar Breki Kárason. Loka keppnin verður haldin í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri miðvikudaginn 7. mars kl. 17:00.