8. bekkur hefur verið að vinna í námslotu um náttúruna og umhverfið núna í haust.
Meðal annars voru skoðaðar þjóðsögur sem tengjast efninu og var áherslan lögð á tröllasögur. Nemendur lásu tröllasögur og gerðu svo stuttmynd upp úr henni og notuðu til þess app í símum eða spjaldtölvum sem kallast Stop Motion. Útkoman var virkilega skemmtileg og krakkarnir voru flestir mjög áhugasamar.