Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Stöðumat: Kennsla fellur niður á morgun, föstudaginn 8. janúar

Í dag, fimmtudaginn 7. janúar 2021, hefur staðan í Glerárskóla verið metin og farið af stað með tiltekt, hreingerningu og lagfæringar vegna brunans í gær.

Sem betur fer náði eldurinn ekki inn í kennsluálmurnar en geymslugangur í kjallara varð illa úti ásamt tveimur útigeymslum auk þess sem tengigangur á jarðhæð var undirlagður af reyk og nokkru sóti. Útihurðir við B-álmu og í kjallara eyðulögðust líka.

Vegna þessara aðstæðna; rafmagnsleysis, netleysis og þrifa, fellur skóli niður á morgun, föstudaginn 8. janúar 2021.

Við vonum aftur á móti svo sannanlega að hægt verði að fara af stað með fullt skólastarf komandi mánudag en nánari fréttir verða sendar til ykkar á morgun.

Takk fyrir að standa við bakið á okkur í þessum aðstæðum og sýna skilning.