Verkefnisstjóri stoðþjónustu stjórnar og skipuleggur stoðþjónustu ásamt því að veita kennurum ráðgjöf. Hann starfar undir stjórn skólastjóra og deildarstjóra í umboði skólastjóra.
Helstu verkefni (auk sérkennslu) eru að:
- skipuleggja og stýra fyrirkomulagi stoðþjónustu fyrir nemendur með sérþarfir
- skipuleggja og stýra framkvæmd kennslu barna með íslensku sem annað mál
- vera í forystu um gerð einstaklingsnámsskráa og vera ráðgefandi aðili við gerð þeirra
- vera kennurum skólans faglegur ráðgjafi um skipulag kennslu
- vera öðrum kennurum skólans innan handar varðandi skipulag á kennslu nemenda með sérþarfir
- leiðbeina stuðningsfulltrúum í samstarfi við umsjónarkennara
- gera stundatöflur stuðningsfulltrúa í samráði við deildarstjóra og kennara
- stýra fundum Nemendaverndarráðs og vera í samskiptum við fulltrúa
- aðstoða umsjónarkennara til að vera í samstarfi við heimili, skóla og stoðþjónustu vegna nemenda með sérþarfir
- annast samskipti við sérfræðinga skólateymis Akureyrarbæjar í samráði við deildarstjóra eða aðra aðila stoðþjónustunnar
- halda utan um niðurstöður greininga/skimana í samráði við deildarstjóra, skipuleggja og fylgja eftir inngripum í kjölfar skimana
- hafa eftirfylgd með sértækum verkefnum innan stoðþjónustunnar sem tengjast nemendum