Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Teymisstjóri

Verkefnastjóri sérkennslu, sérkennari, iðjuþjálfi og námsráðgjafi skipta með sér teymisstjórn um nemendur sem á þurfa að halda. Ef málefni nemenda eru rædd á Nemendaverndarráðsfundi er foreldrum tilkynnt sú ráðstöfun fyrirfram og óskað samþykkis þeirra. Teymisstjóri sér um að því sé framfylgt.

Teymisstjóri:

  • sér um fundarboðun og fundarstjórn.
  • óskar eftir aðkomu starfsmanna að nemanda eða safnar nauðsynlegum upplýsingum fyrir fundina.
  • er tengiliður ásamt verkefnisstjóra við ráðgjafa Fjölskyldudeildar og Fræðslusviðs Akureyrarbæjar.
  • sér til þess að fundargerðir, skýrslur og greiningargögn séu geymd í námsmöppum nemenda.
  • ber ábyrgð á að annað starfsfólk skólans sem hefur með málefni barnsins að gera fái nauðsynlegar upplýsingar um það.
  • skrifar sjálfur eða felur öðrum starfsmanni að skrifa fundargerðir, vistar hana á tölvutæku formi í möppu stoðteymis og prentar hana jafnframt út og setur í persónumöppu nemanda.

Teymi:

  • Það sem haft er að leiðarljósi í teymisvinnu er að finna leiðir til að bæta hegðun, líðan, félagslega aðlögun og námsárangur barnsins
  • Heldur utan um mál barnsins og samræmir aðgerðir heima og í skólanum.
  • Tekur þátt í mótun og endurskoðun einstaklingsnámskrár.
  • Heldur reglulega fundi og fer yfir stöðu barnsins í skólanum og nærumhverfi þess. Misjafnt er hversu tíðir teymisfundir eru og fer það eftir eðli málsins hverju sinni.
  • Kallar eftir utanaðkomandi aðstoð eða ráðgjöf annarra aðila sem ekki sitja reglulega teymisfundi.