Nemendaverndarráð Glerárskóla fjallar um málefni einstakra nemenda eða nemendahópa og leitar úrræða á áskorunum er upp koma, bæði námslegum og félagslegum.
Fundi nemendaverndarráðs sitja skólastjóri, deildarstjórar, verkefnastjóri sérkennslu, námsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur. Jafnframt sitja fundina til skiptis kennsluráðgjafi, sálfræðingur frá Fræðslu- og lýðheilsusviði og fulltrúi frá Barnavernd Eyjafjarðar.
Umsjónarkennarar, sérkennarar og iðjuþjálfi eru boðaðir á þessa fundi eftir því sem ástæða þykir til.
Verkefnastjóri sérkennslu er formaður ráðsins.