Skólinn leitast við að veita öllum nemendum sínum námstilboð við hæfi.
Stoðþjónustan er ein af leiðum skólans til þess að komast til móts við þarfir nemenda sem af einhverjum ástæðum þurfa sérstakan stuðning í námi, tímabundið eða um lengri tíma.
Stoðþjónustan getur falið í sér breytingar á námsmarkmiðum, námsumhverfi, kennsluaðferðum og námsmati miðað við það sem almennt gerist og er þá kennt samkvæmt markmiðum einstaklingsáætlunar sem er einstaklingsbundin kennsluáætlun. Í einstaklingsáætlun kemur fram hvar nemandi stendur í námi, tiltekin markmið sem ætlað er að ná á skólaárinu og aðferðir sem eru notaðar til að meta hvort nemandinn hafi náð settum markmiðum.