Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Stelpur og tækni

Undanfarin ár hefur stúlkum í 9. bekk gefist kostur á að kynna sér margvísleg störf sem kalla á sérhæfða tæknikunnáttu. Um er að ræða verkefnið Stelpur og tækni en markmið þess er að vekja áhuga stelpnanna á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

Háskólinn í Reykjavík hefur séð um skipulagningu dagsins og stelpur á Akureyri hafa sótt þessa kynningu í Háskólann á Akureyri þar sem þær hafa tekið þátt í vinnusmiðjum og heimsótt tæknifyrirtæki þar sem konur eru í fararbroddi.

Í ár var dagurinn með óhefðbundnu sniði þar sem stelpurnar sátu hver í sínum skóla og unnu margvísleg tækniverkefni þar sem brennidepillinn var tölvugeirinn og forritun, þar sem stelpurnar kynntust tveimur forritunarmálum og gerðu meðal annars sinn eigin tölvuleik.