Engin kennsla er á morgun, miðvikudaginn 1. október, en þá er skipulagsdagur í Glerárskóla og því engin kennsla. Á fimmtudag og föstudag eru þemadagarnir sem kenndir eru við Harry Potter og ævintýraheiminn hans. Harry Potter dagarnir eru árlegur viðburður hjá okkur og ávallt mjög spennandi og skemmtilegir.
Kennarar á unglingastigi brugðu á leik í dag og skiptu um hlutverk við samkennara sína. Þeir kenndu önnur fög en alla jafna og gengu það lagt að reyna að líkjast þeim sem skipt var við bæði í æði og útliti. Þetta uppátæki heppnaðist mjög vel og verður án efa endurtekið.