Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Sprengidagur, NorðurOrg og vetrarfrí

Sonja og Guðrún, nemendur í 8. og 9. bekk, tóku þátt í söngkeppni félagsmiðstöðva Akureyrar með flutningi sínum á laginu Stay eftir Rihönnu og Ekko. Þær stóðu sig frábærlega og tryggðu sér sæti í NorðurOrg, söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, þar sem þær munu keppa fyrir hönd Himnaríkis. Keppnin fer fram á Sauðárkróki þann 14. mars næstkomandi. Gott gengi á Sauðárkróki getur tryggt þeim Sonju og Guðrúnu sæti í Söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni þann 3. maí.

Unglingar í 8.–10. bekk sem vilja koma með á NorðurOrg geta skráð sig í félagsmiðstöðinni Himnaríki.

Eftir að hafa borðað á sig gat í hádeginu þar sem saltkjöt og baunir voru í matinn, eins og hefð er fyrir á sprengidag eru nemendur komnir í vetrarfrí. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 10. mars.