Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Tilhlökkun og spenningur

Æfingahljóðver Glerárskóla er hefur verið fullbókað þessa vikuna og kemur engum á óvart, því á morgun er Glerárvision, árleg söngkeppni skólans.

Keppnin hefst klukkan 9.00 í nýuppgerðu íþróttahúsi Glerárskóla. Þá keppa nemendur í sjöunda, áttunda, níunda og tíunda bekk sín á milli. Keppninni líkur þegar hringt verður út í frímínútur klukkan 10.00. Þá tekur dómnefnd til starfa.
Dagskrá hefst að nýju klukkan 10.30. Þá flytja yngri nemendur skólans skemmtiatriði og sigurvegari Glerárvision verður útnefndur.

Vinarbekkir skólans (eldri bekkur og yngri bekkur) fara saman í mat, þar sem boðið verður upp á sparimat í tilefni dagsins. Dagurinn er „betrifatadagur“ en þá er mæst til þess að nemendur og starfsfólk komi sparilega klædd í skólann.

Foreldrum og forráðamönnum nemenda er velkomið að fylgjast með Glerárvison.