Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Spennandi og skemmtilegt Glerárvision

Það var bæði eftirvænting og spenna í morgun þegar prúðbúnir nemendur fylltu íþróttahúsið í morgun og fylgdust með Glerárvision, söngkeppni Glerárskóla. Þar var einnig allt starfsfólk skólans saman komið og fjöldi foreldra.

Sjö atriði kepptu sín á milli og þau voru hvert öðru betra þannig að dómnefndin sem skipuð var þeim Bjarka Guðmundssyni, Guðmundi Jónassyni og Helgu Halldórsdóttur átti í nokkrum vanda.

Skemmtiatriðin sem flutt voru meðan dómararnir réðu ráðum sínum voru afburðagóð og gáfu sjálfum keppnisatriðunum lítið eftir.

Viðburður eins og þessi er þroskandi fyrir nemendur og eykur hæfni þeirra á mörgum sviðum, en nemendur sjá til að mynda um alla tæknivinnu, hljóðkerfi og ljós, auk þess sem mikil vinna fer í að velja rétta lagið, æfa flutninginn og semja dans og aðrar sviðshreyfingar.

Að teknu tilliti til allra þessara þátta útnefndi dómnefnd 10. AÝG sigurvegara Glerárvision árið 2025. 10. RLB höfnuðu í öðru sæti og 7. JIE í því þriðja.

Við þökkum nemendum Glerárskóla fyrir frábæra stund.