Spennan vegna Glerárvision fer vaxandi innan skólans. Flestir bekkir eru búnir að ákveða atriðið sitt og farnir að leggja drög að danssporum og sviðsframkomu.
Búið er að opna stúdíó þar sem bekkirnir geta æft og fullkomnað atriðin sín. Meðfylgjandi mynd var tekin þar í dag þegar 8FP var að prufukeyra dansinn sinn.
Ekki verður möguleiki á því að halda Glerársision með hefðbundnum hætti í ár, á sviði frammi fyrir troðfullum sal af gestum. Þess í stað verða atriðin tekin upp á myndband, þeim skeytt saman með kynningum og bekkirnir horfa síðan á útsendingu keppninnar, hver í sinni heimastofu á sprengidaginn – þriðjudaginn 16. febrúar.