Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Spennan magnast!

Það styttist í Glerárvision og við finnum spennuna magnast dag frá degi. Nemendur æfa danssporin og sviðshreyfingar í skólastofunum sínum og söngvararnir taka frá æfingartíma í hljóðverinu okkar og þenja raddböndin þar til allt smellur saman, raddir og undirleikur.

Eins og staðan er núna er ómögulegt að spá fyrir um úrslitin en ljóst er að allir leggja sig fram og við eigum von á góðu á föstudaginn þegar söngurinn ómar!