Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Söngur og meiri söngur

Söngsalurinn er dag var ansi hressandi. Hver og einn söng af líf og sál og erlendu gestirnir okkar sem verða hér í vikunni, nemendur og kennarar frá Danmörku, Ítalíu, Grikklandi og Tyrklandi hrifust með, sérstaklega af „Erfiðasta karókí lagi í heimi“. Danirnir sem höfðu einnig mjög gaman af því að heyra „Danska lagið“. Heimsóknin er liður í Erasmus+ verkefni sem kennarar í Glerárskóla leiða. Erlendu krakkarnir gista hjá nemendum Glerárskóla og fylgja þeim eftir í skólastarfinu þá daga sem þeir dvelja hér.

Nemendur 7. bekkjar voru ekki með á söngsal í dag því þeir fóru fyrir birtingu vestur í Hrútafjörð í skólabúðirnar að Reykjum. Þeir sungu hins vegar með okkur í lok föstudagsins en þá hittumst við öll í nýju gryfjunni austan við skólann sem var vígð við þessa skemmtilegu athöfn.