Vikulokin voru aldeilis góð í Glerárskóla. Við byrjuðum á söngsal sem þótti óvenju spennandi að þessu sinni. Stjórnandinn var Ágúst, sem var eitt sinn stuðningsfulltrúi hjá okkur en keppir nú í Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann náði upp rífandi stemningu. Gleðin var ekki minni í hádeginu þegar kokkarnir töfruðu fram Glerárskóla- pizzuna frægu.
Það fóru allir saddir, sælir og glaðir heim í helgarfrí.