Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Smiðjudagur í Glerárskóla

glerlogoNæstkomandi fimmtudag, 17. nóvember, er smiðjudagur í Glerárskóla. Smiðjudagur er nokkurskonar þemadagur og að þessu sinni er hann tileinkaður íslenskri tungu.

Í vikunni er Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur (miðvikudagur 16. nóvember) og einnig er Norræna bókmenntavikan í gangi. Það er því tenging við smiðjudaginn okkar þar sem mikið er lagt í að efla íslensku í skólanum.

Smiðjudagurinn fer þannig fram að nemendur mæta í skólann kl. 8:15 líkt og venjulega en skóla lýkur kl. 13:15 (1. – 6. bekkur) og 13:20 (7. – 10. bekkur).

Skipulag dagsins verður í grófum dráttum eftirfarandi og munið að forráðamenn eru ætíð velkomnir í skólann.

Yngsta stig: Nemendum í 1. – 3. bekk er skipt í hópa þvert á árganga. Fimm stöðvar verða á stiginu þar sem unnið verður með söguna Draugagangur eftir Sigrúnu Eldjárn

Miðstig: Nemendum í 4. – 6. bekk er skipt upp í hópa þvert á árganga. Þrjár lotur verða á skóladeginum þar sem unnið verður með íslenska málshætti.

Unglingastig: Nemendum í 7. – 10. bekk verður skipt í hópa þvert á árganga. Sex stöðvar verða í gangi með spilum, leikjum og þrautum sem tengjast íslenskri tungu.

Allan nánari upplýsingar má fá hjá kennurum, ritara eða stjórnendum.

Kveðja frá stjórnendum Glerárskóla.