Félagsvist er í senn skemmtilegur og spennandi leikur sem reyndir á útsjónarsemi, fyrirhyggju, samvinnu og þolinmæði. Ein af skemmtilegu hefðunum í Glerárskóla er að nemendur á unglingastigi setjast niður með spilastokka snemma morguns og spila nánast sleitulaust fram undir hádegisbil, rétt eins og ömmur þeirra og afar gerðu næturlangt fyrr árum. Það var spilað tromp, grand og nóló og einhver alslemman leit dagsins ljós. Allt var síðan fært til bókar eftir kúnstarinnar reglum.