Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Slakað á reglum um sóttvarnir

Á miðnætti (aðfararnótt 26. janúar) verður slakað á reglum um sóttvarnir með þeim hætti að þeir sem hafa verið útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Um börn á leik- og grunnskólaaldri gildir að þau eru undanþegin smitgát og þurfa einungis að vera í sóttkví ef smit er á heimili en annars ekki.

Þetta þýðir að þau börn sem nú eru í sóttkví vegna smits utan heimilis þurfa ekki lengur að vera í sóttkví frá miðnætti og mega því koma í skólann á morgun 26. janúar 2022. (Í Glerárskóla hefst skóli aftur fimmtudaginn 27. janúar 2022 eftir viðtalsdaga).

Áfram verður að sýna varkárni og viðhafa persónulegar sóttvarnir og fjöldatakmarkanir verða áfram í gildi. Þau börn sem eru með einhver einkenni ættu ekki að koma í skólann eins og rík áhersla hefur verið lögð á frá upphafi faraldursins. Foreldrar eru beðnir um að gæta vel að því.