Glerárskóli vill efla vitund nemenda og starfsmanna skólans um umhverfismál og vekja til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð á umhverfinu. Í vetur höfum við einbeitt okkur að matarsóun og í tilefni af því var efnt til slagorðarkeppni gegn matarsóun. Fullt af slagorðum og veggspjöldum urðu til og prýða þau veggi mötuneytisins nemendum og starfsfólki til áminningar. Hér má sjá nokkur þeirra.