Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skuggamyndir

Fátt er skemmtilegra en útikennsla nú þegar vorið er komið, sólin skín og varpar skemmtilegum og oft óraunverulegum skuggum á allt sem fyrir verður.

Hluti nemenda í öðrum- og þriðja bekk fóru í Kvenfélagslundinn í morgun með pappír og kol. Þau glímdu við það skemmtilega verkefni að fanga skugga sólarinnar og endurskapa þá á fannhvíta pappírsörk. Það tókst svona ljómandi vel.