Fátt er skemmtilegra en útikennsla nú þegar vorið er komið, sólin skín og varpar skemmtilegum og oft óraunverulegum skuggum á allt sem fyrir verður.
Hluti nemenda í öðrum- og þriðja bekk fóru í Kvenfélagslundinn í morgun með pappír og kol. Þau glímdu við það skemmtilega verkefni að fanga skugga sólarinnar og endurskapa þá á fannhvíta pappírsörk. Það tókst svona ljómandi vel.