Það var sérlega skemmtilegt hjá krökkunum á yngsta stigi í laufabrauðsgerðinni í morgun. Laufabrauðsskurðurinn þótti mjög skemmtilegur en mörg barnanna voru að gera laufabrauð í fyrsta skipti.
Þegar kom að steikingunni þótti mörgum merkilegt að sjá sjálfan skólastjórann við pottinn.
Já, þetta var mjög skemmtilegur morgun og hápunkturinn var þegar krakkarnir hámuðu í sig kökuna.



