Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólinn rýmdur

Brunabjallan hringdi á slaginu 8.30 í morgun en blessunarlega var ekki eldur laus. Um var að ræða reglulega rýmingaræfing sem tókst með ágætum.

Að þessu sinni fóru nemendur í 3., 6. og 9. bekk út um neyðarop á stofunum sínum og mynduðu raðir fyrir utan. Aðrir bekkir skólans gengu í röð út úr stofunum sínum og allir fóru á söfnunarsvæði norðan við Skólann þar sem kennarar gáfu til kynna með grænum spjöldum um að allir nemendur þeirra væru komnir út.

Því næst var farið með hópinn inn íþróttahús sem er sérstakt brunahólf og þaðan gengu nemendur í stofur sínar.

Mikilvægt er að halda æfingar sem þessar reglulega svo allir viti hvernig á að bregðast við ef eitthvað kemur upp á sem kallar á tafarlausa rýmingu. Á hverju skólaári eru haldnar tvær rýmingaræfingar í Glerárskóla.