Skólinn okkar hefur tekið miklum umskiptum. Glerárskóli er núna skóli galdra og seiða, rétt eins og Hogwartsskólinn í ævintýrunum um Harry Potter. Þemadagar sem taka mið af galdrastráknum og umhverfi hans eru nú haldnir í fjórða skiptið. Gangar skólans verða glæsilegri með hverju árinu og verkefnin sem nemendurnir kljást við verða sífellt metnaðarfyllri og skemmtilegri.
Þemadagarnir eru tveir. Í morgun hittust nemendur í íþróttahúsinu þar sem nemendum fyrsta bekkjar var skipt niður á heimavistirnar fjórar: Gryffendor, Slytherin, Hufflepuff og Ravenclaw.
Krakkarnir vinna að margvíslegum verkefnum í dag og á morgun (föstudag) og safna um leið stigum fyrir heimavistina sína. Úrslit verða kunngjörð í þann mund sem kennslu líkur á morgun.