Starfsfólk og nemendur Glerárskóla hafa unnið ötullega að umhverfismálum síðustu skólaár og svo verður áfram. Umhverfisnefnd starfar í skólanum en í henni sitja fulltrúar starfsmanna og nemenda úr öllum bekkjum skólans.
Síðan 12. september 2008 hefur skólinn flaggað Grænfánanum.
Umhverfisstefna Glerárskóla:
Glerárskóli vill efla vitund nemenda og starfsmanna skólans um umhverfismál og vekja til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð á umhverfinu.
Glerárskóli er Grænfánaskóli, en Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki samtakanna FEE (Foundation for Environmental Education). Með þessu verkefni viljum við í Glerárskóla auka vægi umhverfismenntar í skólanum.
Markmið verkefnisins eru að:
- Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
- Efla samfélagskennd innan skólans.
- Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
- Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
- Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.
- Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.
- Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.
Framkvæmd umhverfisstefnunnar í Glerárskóla
- Efla markvissa umhverfismennt í skólanum
- Umhverfismennt skal vera samofin sem flestum námsgreinum
- Nemendur og starfsfólk skulu vera vel upplýst um náttúru- og söguminjar í umhverfi skólans
- Fylgst sé með stöðu umhverfismála í skólanum á hverjum tíma
- Gerðar séu áætlanir um aðgerðir og forgangsröðun verkefna
- Upplýsa aðra um umhverfisstefnu okkar og fá fleiri í lið með okkur.
- Fræðsla um umhverfismál í öllum bekkjum með sérstakri áherslu á að kynna nemendum nánasta umhverfi og lífríki þess.
- Virkt samstarf við félagasamtök og áhugamenn um umhverfismennt og útivist.
- Nemendum og starfsfólki verði gert auðvelt að koma hugmyndum sínum og skoðunum varðandi umhverfismál á framfæri.
- Í skólanum sé hvatt til útivistar og hreyfingar.
- Skólalóðin sé aðlaðandi og hvetji til útivistar og hreyfingar.
- Með aukinni endurnotkun og sparsemi verði sorp eins lítið og hægt er.
Umhverfissáttmála skólans á að endurskoða reglulega. Skólaárið 2019-2020 unnu nemendur í umhverfisnefnd nýjan sáttmála sem settur var upp framan við mötuneyti skólans.
Umhverfissáttmáli Glerárskóla 2020:
- Glerárskóli vill efla vitund nemenda og starfsmanna skólans um umhverfismál og vekja okkur öll til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð á umhverfinu.
- Glerárskóli ætlar að efla lýðheilsu, endurvinna og flokka. Minnka úrgang og neyslu.
- Vinnum saman að verndun jarðar.
Markmið skólans skólaárið 2020-2021 er:
Endurvinnsla og flokkun
Að efla lýðheilsu
Að minnka úrgang og neyslu
Nemendur í umhverfisnefnd komu með þessar hugmyndir að leiðum til að framfylgja þessum markmiðum eins og sjá má á þessum umhverfissáttmála sem þau gerðu (smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu hennar).