Nemendur verða að spritta hendur þegar þeir koma inn í skólann.
Skólahúsið verður opnað nemendum klukkan 7:50.
50 nemendur mega vera í kennslurými.
Blanda má nemendum milli hópa.
Fjöldatakmarkanir nemenda eru engar á göngum, í anddyrum, á salernum og í mötuneyti.
Forráðamenn skulu almennt ekki koma í skólann nema afar brýna nauðsyn beri til.
Þeir sem verða að koma inn í skólann skulu bera andlitsgrímur og spritta hendur.