Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólaslitadagur

Fyrir hádegi í dag, föstudaginn 5. júní, hefur Eyrún skólastjóri slitið Glerárskóla þrisvar sinnum og hún er ekki hætt, því fjórðu skólaslitin verða í Glerárkirkju síðdegis þegar nemendur í tíunda bekk verða brautskráðir.
 
Veiran sem lamaði samfélagið hafði áhrif á skólaslitin því aðstandendur nemenda voru ekki viðstaddir í morgun þegar nemendur í fyrsta til níunda bekk voru kvaddir. Það var gert í þremur athöfnum. Yngsta stigið mætti í íþróttahúsið klukkan 9.00, nemendur á miðstigi klukkan 10.00 og þeir sem voru að ljúka námi úr áttunda og níunda bekk hefðu alla jafna mætt í Glerárkirkju síðdegis en mættu þess í stað í Íþróttahúsið klukkan 11.00.
 

Athafnirnar voru stuttar en hátíðlegar. Eyrún skólastjóri fór yfir veturinn sem sannarlega var óvenjulegur og þakkaði nemendum fyrir dugnað á erfiðum tímum. Í lok hverrar athafnar sungu nemendur skólasönginn fullum hálsi og fóru síðan í heimastofur sínar og kvöddu þar umsjónarkennara sína og héldu síðan út í sumarið sem bíður með fullt af ævintýrum.