Skólaslit Glerárskóla vorið 2015 verða föstudaginn 5. júní n.k. Þann dag mæta allir snyrtilega klæddir og eiga saman hátíðlega stund, bæði starfsmenn, nemendur og forráðamenn.
Skipulagið verður eftirfarandi:
1.- 4. bekkur kl. 9:00
*Nemendur mæta í umsjónarstofur og koma síðan með umsjónarkennara í matsal þar sem fram fara formleg skólaslit á starfi vetrarins. Eftir slitin fara nemendur með umsjónarkennara í stofur þar sem fram fer kveðjustund og afhending námsmats.
5. – 7. bekkur kl. 10:00
*Nemendur mæta í umsjónarstofur og koma síðan með umsjónarkennara í matsal þar sem fram fara formleg skólaslit á starfi vetrarins. Eftir slitin fara nemendur með umsjónarkennara í stofur þar sem fram fer kveðjustund og afhending námsmats.
8. – 10. bekkur kl. 17:00 í Glerárkirkju
*Hátíðarstund sem hefst stundvíslega. Nemendur 8. og 9. bekkjar fá afhent námsmat og 10. bekkingar verða útskrifaðir formlega. Að lokinni athöfn eru veitingar fyrir 10. bekkinga, forráðamenn og starfsfólk skólans í boði 10. bekkjar. Forráðamenn 9. bekkjar standa kaffivaktina.