Nemendur á yngsta- og miðstigi Glerárskóla mættu til skólaslita í gærmorgun, á sitt hvora athöfnina í íþróttahúsi Glerárskóla því ekki viðraði til skólaslita utanhúss.
Nemendur á unglingastigi mættu, eins og hefðin segir til um, á sín skólalit síðdegis í Glerárkirkju þar sem Eyrún skólastjóri stjórnaði athöfninni og brautskráði 34 nemendur úr 10 bekk, en þetta var í 115. skiptið sem skóla í Glerárþorpi var slitið. Athöfnin var hátíðleg en með léttu og mjög skemmtilegu yfirbragði.
Í ávarpi sínu fór Eyrún Skúladóttir skólastjóri yfir liðið skólaár og þakkaði kennurum og starfsfólki skólans fyrir lausnamiðaða hugsun við krefjandi og óvenjulegar vinnuaðstæður þar sem kennsla síðustu veggja ára hefur farið fram í tveimur byggingum sem óneitanlega hefur sett svip sinn á skólahaldið. Næsta vetur verða allir nemendur skólans í endurbættum og nýuppgerðum Glerárskóla.
Birta María Eiríksdóttir, sem brautskráðist frá Glerárskóla fyrir fimm árum, flutti ávarp þar sem hvatti nemendur til að fylgja sannfæringu sinni þau tækifæri sem þeim stendur til boða.
Ísold Vera Viðarsdóttir flutti sérlega skemmtilegt ávarp fyrir hönd nemendanna í tíunda bekk þar sem hún lýsti þroskasögu hópsins, frá því að þau stigu inn í skólann rétt um metri á hæð.
Við skólaslitin hlaut Torfhildur Elva Friðbjargar Tryggvadóttir (vantar á myndina) viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í 8. bekk, Guðný Rósa Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í 9. bekk og þær Rósa Signý Guðmundsdóttir og Ísold Vera Viðarsdóttir fyrir bestan námsárangur í 10. bekk, en þær voru hnífjafnar.
Skólaslit eru ljúfsár. Við kvöddum nemendur sem luku 10. bekk, en margir þeirra hafa verið með okkur í heilan áratug. Vitaskuld söknum við þeirra og óskum þeim velgengni í lífinu og vonum að krakkarnir minnist skólans síns með gleði og hlýju.