Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólaslit 2023

Nemendur á yngsta- og miðstigi Glerárskóla mættu til skólaslita í gærmorgun, á sitt hvora athöfnina sem Helga Halldórsdóttir, staðgengill skólastjóra stjórnaði. Við nýttum góða veðrið og áhorfendapallana á körfuboltavellinum. Við áttum góða stund á vellinum þar sem öllum leið vel og tóku hraustlega undir þegar skólasöngurinn var sunginn.

Unglingarnir mættu, eins og hefðin segir til um, á sína skólasetningu í Glerárkirkju þar sem Eyrún skólastjóri stjórnaði athöfninni og brautskráði nemendur, en þetta var í 114. skiptið sem skóla í Glerárþorpi var slitið. Athöfnin var hátíðleg en með léttu og skemmtilegu yfirbragði.

Bergrún Bjarnadóttir, sem brautskráðist frá Glerárskóla fyrir fimm árum, flutti ávarp og hvatti útskriftarárganginn til góðra verka. Birkir Orri Jónsson flutti snjallt ávarp fyrir hönd nemendanna í tíunda bekk þar sem hann fór yfir árin tíu og það sem skólinn hefur gefið krökkunum.

Skólaslit eru ljúfsár. Við kvöddum nemendur sem luku 10. bekk, en margir þeirra hafa verið með okkur í heilan áratug. Vitaskuld söknum við þeirra og óskum þeim velgengni í lífinu og vonum að krakkarnir minnist skólans síns með gleði og hlýju.

Fleiri myndir frá athöfnunum má sjá á facebook-síðu skólans.