Í morgun voru skólaslit hjá 1.-7. bekkjum Glerárskóla haldin í íþróttasal skólans. Nemendur hlýddu á ræðu skólastjóra, Eyrúnar Skúladóttur, og síðan fengu Vinaverðir viðurkenningar fyrir vel unnin störf í vetur. Í lokin sungu nemendur skólasönginn af hjartans list og hurfu síðan út í sumarið. Á myndunum má sjá Vinaverði á yngsta og miðstigi.