Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólaslit

Glerárskóla var slitið í 113 skiptið við hátíðlegar athafnir í gær, fimmtudag. Já, athafnirnar voru þrjár. Skólaslit nemenda á yngsta sigi og miðstigi fór fram fyrr um daginn en síðdegis voru hátíðleg skólaslit í Glerárkirkju síðdegis fyrir nemendur á unglingastigi og aðstandendur þeirra.

Í ávarpi sínu fór Eyrún Skúladóttir skólastjóri yfir liðið skólaár og þakkaði kennurum og starfsfólki skólans fyrir lausnamiðaða hugsun og nemendum og aðstandendum fyrir jákvæðni og skilning á breyttum aðstæðum vegna heimsfaraldursins sem áfram setti svip sinn á skólahaldið.

Við skólaslitin í Glerárkirkju ávarpaði Þorkell Ingason útskriftarnemendur en fimm ár eru liðin síðan hann var í þeirra sporum. Sigrún Karen Yeo, formaður nemendaráðs, samdi erindi fyrir hönd útskriftarnema en þar sökum hæsi hennar og raddleysins flutti Herdís ósk Einarsdóttir erindið fyrir hennar hönd.

Þau Óskar Koladavelu, Sigrún Dalrós Eiríksdóttir og Sigrún Karen Yeo hlutu viðurkenningu fyrir bestan samanlagðan námsárangur í 10. bekk. Gunnþór Andri Björnsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í dönsku. Alan Mackiewicz fékk viðurkenningu fyrir framfarir í námi og Kristinn Viðar Tómasson fékk viðurkenninguna góður félagi.

Rósa Signý Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan samanlagðan námsárangur í 8. bekk og Elsa Dís Snæbjarnardóttir fyrir bestan samanlagðan námsárangur í 9. bekk.

Fleiri myndir frá athöfninni og nemendum sem hluti viðurkenningar má sjá á Facebook síðu skólans.