Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólasetning

Það voru sælir og kátir krakkar sem komu til skólasetningar í Glerárskóla í morgun eftir sérlega sólríkt og hlýtt sumar.

Nemendur voru boðnir velkomnir í þremur setningaathöfnun í íþróttahúsi Glerárskóla, þar sem ein setning var fyrir hvert aldursstig skólans. Við athafnirnar var Svölu Írisi Svavarsdóttur minnst, en hún lést af slysförum í sumar. Íris hóf störf við skólann árið 2006 og sem matráður frá árinu 2007 sá hún nemendum og starfsmönnum skólans fyrir hollum, fjölbreyttum og umfram allt góðum mat.

Eftir stutta athöfn í Íþróttahúsinu fóru nemendur með umsjónarkennurum sínum í sínar heimastofur þar sem línurnar voru lagðar fyrir skólastarfið í vetur.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudaginn 24. ágúst.