Skólasetning er 22. ágúst. Þá verður Frístund opin eftir skólasetningu til kl. 16.15 fyrir öll börn í 1-4 bekk. Þeir sem óska eftir að nýta frístundina fyrir börnin þennan dag þurfa að skrá barnið hjá Frístund fyrir 17. ágúst. Borga þarf sérstaklega fyrir þennan dag fyrir hverja klukkustund og matinn. Hádegismatur er kl. 12 og kaffitími kl. 14 og ef barnið er yfir þann tíma fer það sjálfkrafa í mat og hressingu.
Miðvikudaginn 23. ágúst hefst svo frístund kl. 13.15 eða strax eftir skóla fyrir þau börn sem þar eru skráð.