Glerárskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst 2025. Ef sólin skín, þá verður skólasetningin á körfuboltavellinum norðan skólans, en ef það verður skýjað setjum við skólann í íþróttahúsinu.
Skólasetningin verður sem hér segir:
𝟐. – 𝟒. 𝐛𝐞𝐤𝐤𝐮𝐫 𝐤𝐥. 𝟗:𝟎𝟎
𝟓. – 𝟕. 𝐛𝐞𝐤𝐤𝐮𝐫 𝐤𝐥. 𝟏𝟎:𝟎𝟎
𝟖. – 𝟏𝟎. 𝐛𝐞𝐤𝐤𝐮𝐫 𝐤𝐥. 𝟏𝟏:𝟎𝟎
Að setningu lokinni fara nemendur í raðir og arka síðan með umsjónarkennurum í stofur og fá upplýsingar um skólastarfið.
𝐍𝐞𝐦𝐞𝐧𝐝𝐮𝐫 í 𝟏. 𝐛𝐞𝐤𝐤 𝐨𝐠 𝐟𝐨𝐫𝐫𝐚́ð𝐚𝐦𝐞𝐧𝐧 þ𝐞𝐢𝐫𝐫𝐚 𝐡𝐢𝐭𝐭𝐚 𝐮𝐦𝐬𝐣𝐨́𝐧𝐚𝐫𝐤𝐞𝐧𝐧𝐚𝐫𝐚 𝐬𝐢𝐧𝐧 þ𝐞𝐧𝐧𝐚𝐧 𝐝𝐚𝐠.
Mánudaginn 25. ágúst 2025 hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá hjá öllum bekkjum.
𝐍𝐨𝐤𝐤𝐫𝐚𝐫 𝐡𝐚𝐠𝐧𝐲́𝐭𝐚𝐫 𝐮𝐩𝐩𝐥𝐲́𝐬𝐢𝐧𝐠𝐚𝐫 𝐢́ 𝐬𝐤𝐨́𝐥𝐚𝐛𝐲𝐫𝐣𝐮𝐧:
Húsnæði Glerárskóla opnar klukkan 7:50 á morgnana. Vinsamlega virðið þann opnunartíma og sendið ekki nemendur of snemma af stað í skólann.
Skóladagur hefst klukkan 8:15 hjá 1. – 10. bekk. Skóla lýkur kl.13:15 hjá 1. – 4. bekk og frá þeim tíma er frístund opin til kl. 16:15. ATH! Staðfesta þarf skráningu nemenda í frístund fyrir 20. hvers mánaðar.
Skóladagurinn er mislangur hjá 5. – 7. bekk eftir dögum og á unglingastigi fer það eftir valgreinum hvers og eins hversu langur dagurinn er.