Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólasetning

Glerárskóli var settur í morgun og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 8.15 á mánudaginn (25. ágúst).

Að venju var skólasetningin þrískipt, ein fyrir hvert aldursstig. Eyrún Skúladóttir skólastjóri bauð nemendur velkomna og rifjaði upp helstu áherslur skólans. Hún ræddi einnig um yfirstandandi framkvæmdir á skólalóðinni, en unnið er að uppsetningu fjölda nýrra leiktækja sem valin voru í samráði við nemendur. Það á meðal er stór klifurkastali, rólur, rennibrautir, trampólín og fleira.

Vinnusvæðið er girt af og mikilvægt að nemendur skólans virði þær takmarkanir. Þegar uppsetningu er lokið verður Glerárskóli með afar glæsilegt leiksvæði þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.