Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólasetning

Glerárskóli var settur í morgun. Setningarathafnirnar voru þrjár að vanda. Sú fyrsta var fyrir yngsta aldursstigið, önnur athöfnin var fyrir miðstigið og sú síðasta fyrir unglingastigið.

Eftir að hafa boðið nemendur velkomna sagði Eyrún Skúladóttir skólastjóri frá helstu breytingum sem hafa orðið á skólanum eftir að ný og endurbætt A-álma hefur verið tekin í notkun. Nú er öll starfsemi Glerárskóla að nýju undir einu þaki og öllum þykir gott að fá unglingana aftur heim. Engin kennsla verður lengur í Rósenborg og því engar rútuferðir fyrir nemendur á unglingastigi.

Eftir setningarathafnirnar fóru nemendurnir í raðir og fylgdu umsjónarkennaranum sínum til skólastofu þar sem farið var yfir skipulag vetrarins og aðra mikilvæga hluti.

Skráðir nemendur skólans eru 310 og hátt í 70 manns vinna við skólann.

Við vitum að fram undan er fjölbreytt og skemmtilegt skólaár!