Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólasetning

Glerárskóli var settur í morgun. Setningarathafnirnar voru þrjár að vanda. Sú fyrsta var fyrir yngsta aldursstigið, önnur athöfnin var fyrir miðstigið og sú síðasta fyrir unglingastigið.

Eftir að hafa boðið nemendur velkomna í skólann fór Eyrún Skúladóttir skólastjóri nokkrum orðum um mikilvæga hluti sem einkenna gott skólastarf, svo sem ábyrgð, tillitssemi og virðingu.

Eftir setningaathafnirnar fóru nemendurnir í raðir og fylgdu umsjónarkennaranum sínum til skólastofu þar sem farið var yfir skipulag vetrarins og aðra mikilvæga hluti.

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu á morgun, miðvikudaginn 23. ágúst.

Hér er hlekkur á nokkrar ljósmyndir sem teknar voru í morgun.