Það verður fjör í Íþróttahöllinni í kvöld, miðvikudagskvöld, en þá keppa vaskir krakkar úr Glerárskóla í Skólahreysti. Keppnin hefst klukkan 20.00 og þeir sem vilja hvetja krakkana er bent á að klæðast appelsínugulu, en það er einmitt litur skólans í keppninni nú í ár.
Hluti nemenda úr 5. og 6. bekk Glerárskóla hafa í myndmenntartímum unnið listaverk í samstarfi við Listasafnið á Akureyri. Nemendur hafa einnig fengið fræðslu um sýningar, listafólk og fjölbreytta starfsemi safnsins.
Þessir krakkar fóru í sérstaka foropnun sýningarinnar og þáðu veitingar um leið og þau glöddust við gleði að sjá verkin sín á veggjum safnsins. Sýningin á verkum þeirra stendur til 5. maí og það er um að gera að drífa sig á listasafnið.
Á morgun er 1. maí, baráttudagur verkalýðsins, og þá er enginn skóli. Við sjáumst hress á föstudaginn.