Á morgun, miðvikudaginn 14. maí, er skipulagsdagur í skólanum og því skólafrí hjá nemendum.
Fimmtudaginn 15. maí og föstudaginn 16. maí eru þemadagar í skólanum. Þá daga er skóli frá 8:15 – 12:00 en 1. – 4. bekkur getur verður skólanum til kl. 13:15. Það er því ekki þörf á að sækja börnin kl. 12:00 nema forráðamenn þeirra vilji. Eftir kl. 13:15 tekur Frístund við hjá þeim sem þar eru skráðir.
Að þessu sinni snúast þemadagarnir um sýn skólans; HUGUR-HÖND-HEILBRIGÐI og nýtum við okkur form fjölgreindarleika þar sem nemendum er blandað saman í hópa frá 1. og upp í 10. bekk. Hóparnir halda síðan saman undir dyggri stjórn elstu nemendanna þessa tvo daga og fara á milli 16 stöðva þar sem nemendur takast saman á við fjölbreytt verkefni.
Veðurspáin er afar góð sem er gleðilegt þar sem sumar stöðvarnar eru úti. Munum samt að klæða nemendur eftir veðri. Á þemadögunum fá allir nemendur ávexti í boði skólans og því er óþarfi að senda nesti með í farteskinu.