Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skógarleikir og vísindastörf

Það var fjör í Kjarnaskógi í morgun en kennarar á unglingastigi fóru þangað með nemendur sína í hópefli og margvíslega leiki. Það er mikilvægt að efla vináttuna í upphafi skólaárs og bjóða krakkana í áttunda bekk velkomna á unglingastigið. Grilluðu pylsurnar sem boðið var upp á í lokinn þóttu sérlega ljúffengar.

Á sama tíma skruppu krakkarnir í sjötta bekk niður í Sílabás, til að safna margvíslegum lífverum sem þeir rannsaka síðan og flokka á næstu dögum.

Myndir má sjá hér.