Næst verður hringt til kennslu miðvikudaginn 5. nóvember. Dagana á undan verður ýmislegt sýslað í skólanum. Mánudaginn 3. nóvember er skipulagsdagur með fræðsludagskrá fyrir kennara og annað starfsfólk. Þriðjudaginn 4. nóvember er viðtalsdagur í Glerárskóla en þá hitta nemendur og forráðamenn þeirra kennara og ræða stöðuna, setja markmið og stilla strengi fyrir námið í vetur.
Kennsla hefst síðan á miðvikudagsmorguninn klukkan 8:15.


