Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skipulagsdagur og tveir viðtalsdagar

Mánudaginn næstkomandi, þann 3. febrúar, er skipulagsdagur í Glerárskóla og þá eru nemendur heima. Á starfsdeginum eru unnin margvísleg störf  og kennarar leggja síðustu hönd á undirbúning sinn fyrir foreldraviðtölin sem fram fara á þriðjudag og miðvikudag, 4. og 5. janúar.

Foreldraviðtölin eru nemendastýrð að þessu sinni en mikil ánægja hefur verið með það fyrirkomulag. Nemendastýrðu foreldraviðtölunum er ætlað að virkja og valdefla nemandann og auka trú hans á eigin getu. Markmiðið er að nemandinn geti haft áhrif á og tjáð sig um nám sitt, viti hvar hann er staddur, hvert hann stefnir og hvað er góður árangur.

Forráðamenn nemenda hafa þegar bókað tíma hjá umsjónarkennurum barna sinna. Gert er ráð fyrir því að hvert viðtal taki 30 mínútur og túlkaþjónusta er í boði fyrir þá sem á því þurfa að halda.

Frístund er opin á mánudag, þriðjudag og miðvikudag frá klukkan 8.00 til 16.15 fyrir þau börn sem skráð hafa verið í vistunina þá daga.