Dagana 15. – 17. janúar eru skipulags og viðtalsdagar í skólanum. Mánudaginn 15. janúar er skipulagsdagur í Glerárskóla. Þá er frí hjá nemendum en Frístund er opin. Þriðjudaginn 16. janúar og miðvikudaginn 17. janúar eru viðtalsdagar. Nemendur koma í viðtöl ásamt forráðamönnum. Frístund er opin frá kl. 8:00 fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Viðtölin eru hugsuð til að ræða um nám, frammistöðu og líðan nemenda í skólanum og hvernig hægt sé að gera skólavistina sem árangursríkasta fyrir hvern og einn.