Vegna nýrra tilmæla um hertari sóttvarnir í samfélaginu verður fyrirkomulag skólastarfs í grunnskólum Akureyrar með breyttu sniði frá og með þriðjudeginum 24. mars 2020, eins og áður hefur komið fram.
Foreldrar sem geta haft börnin heima eru hvött til að gera það alfarið til að minnka líkur á smiti og er þá gott að sækja námsgögn til skólans svo unnt sé að stunda nám heimavið. Ef sækja á námspakka þarf að hafa samband við umsjónarkennara sem útbýr hann og síðan að sækja pakkann í skólann. Athugið að skólinn er læstur en hægt er að hringja í ritara sem afhendir gögn við útidyr.
Óskað er eftir að foreldrar láti skóla vita ef þeir hyggjast halda börnunum heima svo unnt sé að taka tillit til þess í skipulagi.
Í Glerárskóla tekur eftirfarandi skipulag gildi frá og með þriðjudeginum 24. mars 2020:
- Nemendur 1. – 4. bekk sækja skóla samkvæmt fyrra skipulagi skólans þar sem þau þurfa ekki að hafa 2m á milli sín skv. sóttvarnarlækni.
- Frístund verður í boði áfram til kl. 15:00 fyrir þá nemendur í 1. og 2. bekk sem nú þegar eru skráðir.
- Nemendur í 5. – 7. bekk sækja skóla annan hvern dag á sama tíma og áður. Hverjum bekk verður skipt í tvo hópa sem mæta annan hvern dag. Þá daga sem nemendur eru heima sinna þeir heimalestri og heimavinnu. Samskipti við kennara fara sem áður fram í gegnum Mentor og í tölvupósti. Kennarar senda hópaskiptingu heim í dag, 23. mars 2020.
- Nemendur 8. – 10. bekkjar stunda nám sitt að heiman með stuðningi sinna umsjónarkennara / faggreinakennara. Skipulagið verður eftirfarandi:
- Umsjónarkennarar sjá um eftirfylgni með sínum nemendum
- Faggreinakennarar sjá um nám og kennslu nemenda í sínu fagi
- Útbúinn verður vikupakki sem settur verður inn í síðasta lagi á mánudegi (miðvikudegi þessa vikunna).
- Um er að ræða tillögur að verkefnavinnu sem hægt er að vinna alla vikuna. Kennarar munu setja upplýsingar fram undir „heimanám” á Mentor.
- Ef nemendur hafa fyrirspurnir skulu þeir senda tölvupóst til faggreinakennara.
- Frekari upplýsinga er að vænta frá kennurum.
- Mikilvægt er að heimili haldi skipulagi og virkni barna. Hreyfing og útivera auk lærdóms er góð blanda.
- Höldum áfram að sýna samstöðu og samvinnu.
Með kærri kveðju,
stjórnendur Glerárskóla