Frá og með þriðjudeginum 3. nóvember 2020 og til og með föstudeginum 6. nóvember 2020 verður verður breytt skipulag í Glerárskóla.. Skipulagið er hugsað út frá góðum sóttvörnum og í samræmi við þær takmarkanir sem 2 metra reglan krefst af okkur.
8. – 10. bekkur:
8. – 10. bekkur verður í fjarkennslu þessa fjóra daga og koma nánari upplýsingar til nemenda og forráðamanna frá umsjónarkennurum.
7. bekkur:
7. bekkur verður í staðbundnum skóla annan hvern dag og í fjarkennslu hinn daginn. Nemendur verða í stofum A5 og A7 og ganga inn um inngang á A-álmu kl. 8:15 – 12:00
Enginn hádegismatur verður í boði þessa daga fyrir nemendur 7. bekkjar. Allar nánari upplýsingar koma frá umsjónarkennurum.
5. – 6. bekkur:
5. – 6. bekkur verða í staðbundnum skóla alla daga og koma inn um aðalinngang skólans. 5. bekkur verður í stofum D2, D4, D6 og D8 en 6. bekkur verður í stofum D3, D5, D7 og D9. Nemendur koma í skólann samkvæmt eftirfarandi:
5. bekkur kl. 8:15 – 11:55
6. bekkur kl. 8:20 – 12:00
Enginn hádegismatur verður í boði þessa daga fyrir nemendur 5. – 6. bekkjar.
Nemendur 5. – 7. bekkjar þurfa að hafa grímur á sér á leið inn í og út úr stofu og þurfa að geyma grímurnar á borðinu sínu.
Allar nánari upplýsingar koma frá umsjónarkennurum.
1.-4. bekkur:
1. – 4. bekkur verður með fullan skóladag og gengur um B-inngang sem hér segir:
1. bekkur kl. 8:15 – 13:00 – þá tekur frístund við fyrir skráða
2. bekkur kl. 8:20 – 13:05 – þá tekur frístund við fyrir skráða
3. bekkur kl. 8:25 – 13:10 – þá tekur frístund við fyrir skráða
4. bekkur kl. 8:30 – 13:15 – engin frístund
Boðið verður upp á hádegismat fyrir 1. – 4. bekk
Frístund verður í kennslustofum nemenda í B-álmu og því verða nemendur í sama rýminu allan daginn.
Aðrar upplýsingar:
Skólinn opnar kl. 8:15.
Boðið verður upp á ávaxta- og mjólkuráskrift fyrir 1. – 7. bekk
Íþrótta- og sundkennsla verður úti þessa daga. Nemendur þurfa því að koma í viðeigandi klæðnaði.
Fjarvera nemenda á þessum tímum er á ábyrgð forráðamanna og ekki verður hægt að tryggja námspakka heim. Óska þarf eftir leyfi fyrir nemendur í gegnum heimasíðu skólans (rafrænt form). Ef nemendur eru veikir þarf að skrá það í InfoMentor.
En nemendur finna einkenni kvefs, hita eða beinverkja óskum við eftir að þeir séu heima. Í lok vikunnar koma upplýsingar um framhald skólastarfs.
Glerárskóli gerir sitt besta til að koma til móts við nemendur og í samvinnu við heimilin mun okkur takast að komast yfir þennan hjall sem nú blasir við. Takk fyrir samstarfið.
Allar nánari upplýsingar má fá hjá umsjónarkennurum og stjórnendum.
Kær kveðja,
stjórnendur Glerárskóla, Eyrún, Helga og Tómas Lárus.