Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skilaboð frá fræðslustjóra

Eftirfarandi bréf hefur verið sent til forráðamanna nemenda Glerárskóla:

Ágætu foreldrar.

Bestu þakkir fyrir ríkan skilning á þeim aðstæðum sem við búum nú við í grunnskólum bæjarins.

Tvö meginsjónarmið ráða för við skipulag grunnskólastarfs, þ.e. að skólastarf geti haldið áfram fyrir öll börn og hins vegar að tryggja hámarks sóttvarnir.

Nemendur á unglingastigi stunda heimanám með aðstoð kennara, miðstigið er að hluta til heima og að hluta í skólanum og yngsta stigið er í skólanum fram til hádegis. Til að getað fléttað þessu saman höfum við gripið til margvíslegra ráðstafana og nú síðast biðlað til ykkar sem hafið tök á því að hafa börn ykkar heima þrátt fyrir að skólar séu opnir. Það hefur létt okkur allt starf og skipulag sem við erum þakklát fyrir.

Til áréttingar þá er ekki verið á nokkurn hátt að krefja foreldra um að hafa börnin heima heldur er um vinsamleg tilmæli að ræða. Þið sem hafið ekki tök á að hafa börnin heima, hvort sem það er samfellt eða ekki, komið að sjálfsögðu með börnin í skólann. Þangað eru þau ávallt velkomin, nú sem endranær.

Starfsfólk grunnskólanna er boðið og búið að gera það sem þarf svo skólastarf geti haldið áfram, vinna að velferð og framförum barnanna og eiga farsæl samskipti og samstarf við ykkur.

Skólastarf verður óbreytt samkvæmt núverandi fyrirkomulagi nema til þess komi að sóttvarnalæknir ákveði annað.

Gangi ykkur sem allra best í ykkar verkefnum og það er gott að finna hvernig samtakamátturinn fleytir okkur áfram við aðstæður sem þessar.

Karl Frímannsson,
sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar.

Með bréfi Karls fylgdi bréf frá sóttvarnalækni og landlækni. Bréfið má sjá hér.